Jakkaföt
Klæddu þig í samræmi við sjálfan þig!
TT suit sér til þess að þú lítir vel út í sérsaumuðum jakkafötum. Hvernig vilt þú hafa fötin þín? Þú stjórnar algjörlega ferðinni og ég er hér til að aðstoða!
Sérsaumur
Hristu upp á fataskápnum þínum með sparifötum sem eru hönnuð sérstaklega með vaxtarlag þitt í forgangi. Það eru margir einstaklingar sem kaupa sér sérsniðin jakkaföt og líta aldrei til baka. Það er bara eitthvað við tilfinninguna að klæðast nýjum, sérsaumuðum jakkafötum þar sem þú sjálfur sem viðskiptavinur fékkst að ráða ferðinni hvað varðar efni, snið og samsetningu. Það skemmir síðan ekki fyrir að viðkomandi fær jakkafötin sín sérmerkt með saumfari. Fullt nafn undir hálskraga eða skammstöfun fyrir neðan innri brjóstvasann, það er partur af upplifuninni.
Allir ættu að eiga sérsaumuð jakkaföt. Sama hvort það sé tilefni til eða ekki, getur þú fundið það sem þú leitar af hér. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í tímabókunarkerfinu á síðunni.
Efnin og valmöguleikarnir eru margir en í boði eru vel yfir 1000 efni. Efnin eru m.a. úr ull, hör, tvít og flauel.
Markmið TT suit er að aðstoða þig við að búa til hin fullkomnu jakkaföt, saumuð í samræmi líkamsbygginguna þína. Hvort sem það er fyrir brúðkaupsdaginn, árshátíðina eða afslappandi deit með þínum nánustu, þá áttu örugglega eftir að njóta þess enn betur í flottum fötum. Hvað er betra en að fá hrós fyrir fataval dagsins? Sérsaumuð jakkaföt gefa þér öryggi út á við.
Ég hugsaði, fyrst ég er að fá mér jakkaföt, þá skal ég fá mér þau sérsaumuð!
Sérsaumur
Hristu upp á fataskápnum þínum með sparifötum sem eru hönnuð sérstaklega með vaxtarlag þitt í forgangi. Það eru margir einstaklingar sem kaupa sér sérsniðin jakkaföt og líta aldrei til baka. Það er bara eitthvað við tilfinninguna að klæðast nýjum, sérsaumuðum jakkafötum þar sem þú sjálfur sem viðskiptavinur fékkst að ráða ferðinni hvað varðar efni, snið og samsetningu. Það skemmir síðan ekki fyrir að viðkomandi fær jakkafötin sín sérmerkt með saumfari. Fullt nafn undir hálskraga eða skammstöfun fyrir neðan innri brjóstvasann, það er partur af upplifuninni.
Allir ættu að eiga sérsaumuð jakkaföt. Sama hvort það sé tilefni til eða ekki, getur þú fundið það sem þú leitar af hér. Fyrsta skrefið er að bóka tíma í tímabókunarkerfinu á síðunni.
Efnin og valmöguleikarnir eru margir en í boði eru vel yfir 1000 efni. Efnin eru m.a. úr ull, hör, tvít og flauel.
Markmið TT suit er að aðstoða þig við að búa til hin fullkomnu jakkaföt, saumuð í samræmi líkamsbygginguna þína. Hvort sem það er fyrir brúðkaupsdaginn, árshátíðina eða afslappandi deit með þínum nánustu, þá áttu örugglega eftir að njóta þess enn betur í flottum fötum. Hvað er betra en að fá hrós fyrir fataval dagsins? Sérsaumuð jakkaföt gefa þér öryggi út á við.
Ég hugsaði, fyrst ég er að fá mér jakkaföt, þá skal ég fá mér þau sérsaumuð!
Sérsaumur er ferðalag
Þegar viðskiptavinur hefur ákveðið að stíga skrefið í átt að sérsaumuðum jakkafötum, leggur hann í ákveði ferðalag þar sem hvert smáatriði er úthugsað. Allt frá efnisvali til hnappastaðsetningar, sem er sérsniðið að þínum óskum og hlutföllum.
Einn fyrsti kosturinn við sérsaum er efnisval. Ákvörðunin er mikilvæg þar sem hún ákvarðar ekki aðeins útlit jakkafata heldur einnig þægindi þeirra og endingu. Valmöguleikar eru allt frá þyngri lúxus ull til léttari efna, allt eftir árstíð og tilefnum.
Kjarni sérsaumaðra jakkafata er nákvæm mæling þar sem brjóst, mitti og axlir eru ekki aðeins til hliðsjónar, heldur einnig líkamsstaða einstaklingsins. Jakkafötin eru auður strigi fyrir sköpunargáfu viðskiptavinar. Hann getur valið snið (slim fit, modern fit, classic fit), vasagerð, hnappafjölda og lit fóðurs svo eitthvað sé nefnt. Þessi upptalning er þó bara brot af þeim persónulegu smáatriðum sem gera jakkaföt viðskiptavinar að hans eigin listaverki.
Sérsaumuð jakkaföt eru fjárfesting í tímalausum glæsileika. Klassísk hönnun þeirra gera það að verkum að þau verða alltaf fáguð og flott. Þau segja heiminum að þú metur nákvæmni, gæði og það sem er fínt í lífinu. Ekki sætta þig við neitt minna en sérsaum.
Ég á jakkaföt sem ég keypti af slá út í búð. Alltaf verið sáttur með þau. Ég vissi ekki að ég gat orðið ánægðari í sérsaum. Það er allt við sérsaumuðu jakkafötin mín sem er betra.
Hugmyndir
Þessi hefðbundnu
Hefðbundin jakkaföt sem allir kannast við. Passa bæði með og án vestis. Það verða allir að eiga ein svona!
Fyrir lengra komna
Tvíhneppt jakkaföt og jafnvel uppskifting á jakka og buxum er ekki allra en samt sem áður ótrúlega flott. Þorir þú?
TT mælir með
Hér má sjá jakkaföt með breiðum boðungum, bótarvösum og tveimur skurðum í baki. TT gefur þessu 100% meðmæli.
Ertu með spurningu?
Sérsaumuð jakkaföt eru jakkaföt gerð eftir nákvæmum mælingum líkamsburðar kaupanda. Þess vegna passa sérsniðin jakkaföt alltaf betur en tilbúin föt út í búð.
Þú getur valið tegund efnis, lit, snið og stíl. Stílinn er m.a. fjöldi hnappa, hönnun á vösum, buxum, ermum og kraga.
Einnig getur þú valið innra fóður, breidd á boðungum og meira til.
Svo sannarlega!
Sérsaumuð jakkaföt eru sérsniðin þér. Þau passa fullkomlega í samanburði við jakkaföt út í búð. Þú átt eftir að fíla þig betur í sérsaumuðum fötum.
Verðin má finna hér
Verðin eru reiknuð út frá efnisvali og framleiðanda. Hver flokkur hefur sína sérstöðu.
Efnin hafa mismunandi þykkt (GSM). Efnin sem ég býð upp á eru allt frá Super 120s og upp í Super180s. Super táknar að ullin sé ný, hrein og samsvari þykkt ullartrefjanna. Rétt eins og með vínárganga, þá segja tölurnar til um gæði efnisins. Almennt séð, því hærra sem númerið er á efninu, því betri er efnisflokkurinn. Hins vegar má ekki einblína of mikið á tölurnar þar sem mismunandi efni henta fyrir mismunandi tilefni. Öll efnin eru þrusu góð og saumaskapurinn líka. Það er bara spurning um hvert tilefnið sé? Hvort t.d. 120s eða 180s henti þér betur og þar er ég til að aðstoða!
Vinsælustu efnin eru klárlega 100% ullarefni.
Efnisval, snið og stíll er alveg undir þér komið. Hins vegar ef jakkafötin koma og þér finnst eitthvað off við þau er ekkert mál að kippa því í liðinn. Ég er í mjög góðu samstarfi við bestu saumastofu bæjarins og lang oftast er hægt að laga það sem þarf að laga!