Fylgihlutir

Vel klæddur einstaklingur hugsar í smáatriðum

Með fylgihlutum eins og bindum, slaufum, ascot bindum (hefðarklútum), axlaböndum, vasaklútum og armböndum getur þú betrumbætt heildar útlitið þitt. Fylgirhlutir gefa þér tækifæri til að sýna hvernig þú vilt að persónulegi stíllinn þinn ljómi í gegn!

Ertu með þetta?

Fylgihlutir eru lykillinn að því að opna heim persónulegs stíls og karisma. Líta má á jakkaföt sem autt grenitré sem býður eftir því að fá jólaskraut hengt á sig. Fylgihlutir gera þér kleift að setja persónulegan blæ yfir útlitið þitt. Sama hvort þú sért þessi klassíski minimalíski maður, flottur tískuséní eða skapandi einstaklingur, þá hjálpa réttu fylgihlutirnir að koma sjálfsmynd þinni á framfæri út á við.

Bind, slaufur, vasaklútar, armbönd og axlabönd kynna kraftmikið samspil lita, áferðar og mynsturs fyrir heildar útlit. Þeir veita fötunum þínum dýpt, sjónrænan áhuga og breyta heildar lúkkinu í heillandi sjónræna sinfóníu. Vandlega valið bindi og vasaklútur geta tengt saman litasamsetningu á jakkafötum og um leið bætt við fínleika.

Ég bretti upp á skyrtuermarnar. Var með úr á vinstri og perluarmbönd á hægri hendinni. Gerðu heildar lúkkið klárlega flottara!

Ertu með þetta?

Fylgihlutir eru lykillinn að því að opna heim persónulegs stíls og karisma. Líta má á jakkaföt sem autt grenitré sem býður eftir því að fá jólaskraut hengt á sig. Fylgihlutir gera þér kleift að setja persónulegan blæ yfir útlitið þitt. Sama hvort þú sért þessi klassíski minimalíski maður, flottur tískuséní eða skapandi einstaklingur, þá hjálpa réttu fylgihlutirnir að koma sjálfsmynd þinni á framfæri út á við.

Bind, slaufur, vasaklútar, armbönd og axlabönd kynna kraftmikið samspil lita, áferðar og mynsturs fyrir heildar útlit. Þeir veita fötunum þínum dýpt og sjónrænan áhuga og breyta heildar lúkkinu í heillandi sjónræna sinfóníu. Vandlega valið bindi og vasaklútur geta tengt saman litasamsetningu á jakkafötum og um leið bætt við fínleika.

Ég bretti upp á skyrtuermarnar. Var með úr á vinstri og perluarmbönd á hægri hendinni. Gerðu heildar lúkkið klárlega flottara!

Vertu flottari en hinir

Kraftur fylgihlutana liggja í fjölhæfni þeirra. Bindi eykur t.d. samstundis formfestu jakkafata, sem gerir þau klár fyrir formlega viðburði. Á hinn bóginn veitir líflegur vasaklútur eða einstakt armband persónulegan blæ sem getur verið fullkomið fyrir félagslegar samkomur eða önnur áhugaverð tilefni.

Veitum smáatriðunum athygli. Litlu hlutirnir hafa oft mest áhrif ekki satt? Fylgihlutir sýna athygli þína á smáatriðum og er merki um fágun sem fer ekki fram hjá neinum. Þeir eru lokahnykkurinn í því að færir útlit þitt frá góðu yfir í einstakt. Þeir draga t.a.m. athygli sem getur verið uppspretta samtals.

Svo næst þegar þú klæðir þig upp fyrir eitthvað tilefni, skaltu muna að réttir fylgihlutir eru ekki bara viðbætur sem slíkar, heldur eru þeir leyndarmálið til að opna og sýna þinn persónulega stíl. Ekki vera flatur, láttu taka eftir þér! 

Ég er á því að bindismenningin hjá yngri kynslóðinni sé að koma aftur upp eftir ákveðna lægð. Bindið er svolítið bossy look!

Á boðstólnum

Vasaklútar

Vasaklútar eru ferskir og listrænir. Flottir klútar eru oftast punkturinn yfir i-ið. 100% silki og ullarklútar eru m.a. í boði!

Bindi

Ofgnótt af bindum í boði. Grenadín, prjónuð eða handvafin silkibindi til þess að gera stílinn persónulegri!

Slaufur

Slaufur eða slaufubindi eru í boði í massavís. Sama hvort þú vilt hafa hana hnýtt eða óhnýtta.

Hefðarklútar

Ascot bindi eða hefðarklútur sem þú vefur utan um hálsinn á þér. Hann fer  síðan inn fyrir skyrtuna. Til í mörgum litríkum litum!

armbönd
Armbönd

Til í mörgum og flottum litum. Einnig til akkerisarmbönd í flottum litum. Þetta er í miklu uppáhaldi hjá mér!

Axlabönd

Nokkrar tegundir af axlarböndum í boði. Bæði þessir stílhreinu litir og síðan auðvitað axlabönd með munstri!

Ertu með spurningu?

Vasaklútur eykur þéttaleika og gerir jakkaföt enn glæsilegri. Þessi fylgihlutur gefur þér tækifæri til að sýna klæðnaðinn þinn á ferskan, listrænan hátt, með því að nota mismunandi fellingar og efni sem búa til sérstaka áferð.

Bindi er líklega mest notaði fylgihluturinn þegar það kemur að jakkafötum. Þau lýsa upp fötin þín með persónulegum blæ. Með réttu blöndunni er hægt að samræma bindi sem passa við stíl og heildarútlit jakkafata. Bindi miðlar boðskap um fágun, glæsileika og sjálfsöryggi.

Slaufa er heillandi aukabúnaður sem eykur formfestu og sérsniðið útlit jakkafata. Það er bæði duttlungafullt og stílhreint og býður upp á óteljandi tækifæri til að tjá þína einstöku tilfinningu fyrir útliti og stíl!

Ascot bindi bætir við persónuleigan stíl jakkafata og vekur athygli við kringlótta lögun skyrtukragans. Þessi sjálfstæði fylgihlutur gefur til kynna að hér er á ferð hæfur og vel snyrtur einstaklingunr sem leggur mikla áherslu á smáatriðin.

Armbönd brúa bilið á milli lófans og skyrtu. Þau bjóða upp á klassískt og samheldið útlit, vekja athygli á úlnliðssvæðinu og undirstrika fágun þína. Sama hvort armbandi sé gert úr perlum eða að bandið sé gegnheilt með akkerisfestingu eru þau málið!

Axlarbönd eru einstök viðbót sem halda ekki aðeins uppi buxunum þínum heldur mynda þau tengingu milli buxna og jakka. Þau veita klassískt og stöðugt útlit sem vísar til hefðarinnar en á sama tíma sýna þau persónuleg einkenni þín.

Shopping Cart
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0

Verum í þræði

Skráðu þig á póstlistann hjá TT suit!