Skilmálar

Allar verslanir hafa skilmála. Hér eru okkar!

Upplýsingar um fyrirtækið/söluaðilann

Vendipunktur ehf – Kt.490922-0590 – ttsuit@ttsuit.is.
VSK númer: 146132 
Vendipunktur ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta bjóða upp á ákveðna vöru fyrirvaralaust.

Greiðsluupplýsingar og sendingarmáti

Viðskiptavinir bjóðast tvennir greiðslumöguleikar: Greiðsla með millifærslu í gegnum heimabanka og greiðsla með greiðslukorti í gegnum vefsíðu Vendipunkts ehf., www.ttsuit.is. Öll verð á vefsíðu www.ttsuit.is eru gefin upp með virðisaukaskatt en sendingarkostnaður bætist við (betur talað um í ,,Afhending vöru og sendingarmáti”)

Afhending vöru og sendingarmáti

Afgreiðslufrestur pantana sem berast í gegnum vefsíðu eru 1-3 virkir dagar eftir að pöntun og greiðsla berst. Biðin getur lengst ef pöntun berst um helgi, á föstudegi eða rauðum dögum. Viðskiptavinir eru hvattir til að senda staðfestingnu á greiðslu pantana á ttsuit@ttsuit.is til að flýta fyrir afgreiðslutíma. Komi fyrir að vara sé uppseld, mun Vendipunktur ehf. hafa samband við viðkomandi viðskiptavin og kynna honum valkosti, hvenær varan kemur aftur eða endurgreiða kaupanda uppselda vöru að fullu verði sé þess óskað. 

Allar pantanir eru sendar með Dropp (www.dropp.is) um allt Ísland. Öll vöruverð inn á www.ttsuit.is eru án sendingarkostnaðar. Hægt er að komast að samkomulagi um aðrar sendingarleiðir sé þess óskað með því að senda tölvupóst á ttsuit@ttsuit.is. Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar sendingaraðila eru í gildi við afhendingu á vörum. Ber því seljandi, Vendipunktur ehf. enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni getur hlotist á vörum kaupanda í flutnignum. Ef varan týnist í pósti eða verður fyrir tjóni er það á ábyrgð kaupanda. Kaupandi ber ábyrgð á að réttar persónuupplýsingar komi fram þegar hann á í viðskiptum við TT suit.

Skilmálar fyrir sérsaum

Sækja þarf sérsaumuð föt eigi seinna en 4 mánuðum eftir mælingu eða gegn samkomulagi. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á saumbreytingum á sérsaumuðum fatnaði komi hann í mátun 3 mánuðum eftir að mál voru tekin.

Skila og skipta

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Þetta gildir þó ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu (skilaréttur gildir ekki um vörur sem keyptar eru á útsölu). Varan þarf að vera ónotuð, með öllum merkjum og í upphaflegum umbúðum. Ekki má rjúfa innsiglið ef varan er innsigluð. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd að fullu. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu eftir að varan hefur verið móttekin. Inneignarnótan er í formi kóða, sem hægt er að nota í vefverslun. Athugið að sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur. Sé vara gölluð er viðskiptavini boðin ný vara ásamt sendingu til viðskiptavina þeim að kostnaðarlausu. Að öðru leiti vísast til laga um húsgögn og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.Vinsamlegast sendið tölvupóst á ttsuit@ttsuit.is áður en vöru er skilað.

Persónuupplýsingar viðskiptavina

Kaupandi fyllir út upplýsingar um nafn, tölvupóst og heimilisfang. Við pöntun samþykkir kaupandinn að þessar upplýsingar fari í viðskiptavinagagnagrunn TT suit. Þessar upplýsingar eru trúnaðarmál og þær verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Lögð er áhersla á öryggi persónuupplýsinga viðskiptavina og er farið með slíkar upplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd og úrvinnslu persónuupplýsinga. TT suit safnar eingöngu upplýsingum um viðskiptavini til þess að geta veitt þá þjónustu sem beðið er um.

Lög, varnarþing og fyrirvarar

Öll ákvæði skilmálanna hér að ofan ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur milli aðila verður slíkur ágreiningur einungis leystur fyrir íslenskum dómstólum. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Shopping Cart
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0

Verum í þræði

Skráðu þig á póstlistann hjá TT suit!