Skyrtur
Skyrta er ekki bara skyrta
Hvað aðskilur sérsaumaða skyrtu frá venjulegri skyrtu? Að láta hálsmál, ermalengd, sídd og ummál passa upp á hár getur verið vandasamt. Að auki er réttur litur og efnisval á skyrtu líka mikilvæg atriði í ferlinu. TT suit býður upp á mikið úrval efna fyrir viðskiptavini.
Sérsaumaðar skyrtur
Sérsaumuð skyrta er ómissandi partur af fataskápnum. Skyrtur eru ekki bara glæsilegar við sérstök tilefni, heldur líka frjálslegar fyrir daglegan klæðnað. Þannig getur rauðbleik hör skyrta verið fullkomin fyrir sumarfríið á Ítalíu en ekki álitin jafn góður kostur á skrifstofunni. Sérsaumaðar skyrtur eru grunnurinn sem bætir öll útlit. Hún tengir saman jakka og buxur og er mikilvægasti hluturinn til að ramma heildar lúkkið inn. Það er ansi mikilvægt að finna skyrtu sem passar við líkamlega burði og persónulegan stíl.
Að fjárfesta í sérsaumaðri skyrtu er ákvörðun sem býður upp á víðtæka valkosti. Fyrir utan ánægjuna af því að eiga einstaka skyrtu sem passar fullkomlega, veitir sérsaumuð skyrta óviðjafnanleg gæði. Kaupandi er að fjárfestir í flík sem er sérsniðin að eigin líkamsburðum og séróskum. Það má því segja að sérsaumuð skyrta passar ekki bara upp á að útlitið sé í lagi, heldur eykur hún einnig sjálfstraust viðskiptavinar.
Sérsaumaðar skyrtur gefa þér tækifæri á því að skera þig úr og tjá þinn innri mann. Allt frá efni og lit til smáatriða eins og útlit á kraga, hneppum, ermum og sniði. Viðskiptavinur hefur fullt frelsi til að búa til skyrtu sem endurspeglar persónuleika hans og setur varanlegan svip. Eftir að þú klæðist þannig skyrtu munt þú ekki hafa áhuga að fara til baka.
Ég hef alltaf átt í veseni með að finna mér skyrtur sem passar fullkomlega við líkamsburði mína. Venjulega þarf ég að fara með þær á saumastofu og láta laga þær en því fylgir líka mikill kostnaður. Það var því mikil breyting til góðs að kynnast sérsaumuðum skyrtum.
Sérsaumaðar skyrtur
Sérsaumuð skyrta er ómissandi partur af fataskápnum. Skyrtur eru ekki bara glæsilegar við sérstök tilefni, heldur líka frjálslegar fyrir daglegan klæðnað. Þannig getur rauðbleik hör skyrta verið fullkomin fyrir sumarfríið á Ítalíu en ekki álitin jafn góður kostur á skrifstofunni. Sérsaumaðar skyrtur eru grunnurinn sem bætir öll útlit. Hún tengir saman jakka og buxur og er mikilvægasti hluturinn til að ramma heildar lúkkið inn. Það er ansi mikilvægt að finna skyrtu sem passar við líkamlega burði og persónulegan stíl.
Að fjárfesta í sérsaumaðri skyrtu er ákvörðun sem býður upp á víðtæka valkosti. Fyrir utan ánægjuna af því að eiga einstaka skyrtu sem passar fullkomlega, veitir sérsaumuð skyrta óviðjafnanleg gæði. Kaupandi er að fjárfestir í flík sem er sérsniðin að eigin líkamsburðum og séróskum. Það má því segja að sérsaumuð skyrta passar ekki bara upp á að útlitið sé í lagi, heldur eykur hún einnig sjálfstraust viðskiptavinar.
Sérsaumaðar skyrtur gefa þér tækifæri á því að skera þig úr og tjá þinn innri mann. Allt frá efni og lit til smáatriða eins og útlit á kraga, hneppum, ermum og sniði. Viðskiptavinur hefur fullt frelsi til að búa til skyrtu sem endurspeglar persónuleika hans og setur varanlegan svip. Eftir að þú klæðist þannig skyrtu munt þú ekki hafa áhuga að fara til baka.
Ég hef alltaf átt í veseni með að finna mér skyrtur sem passar fullkomlega við líkamsburði mína. Venjulega þarf ég að fara með þær á saumastofu og láta laga þær en því fylgir líka mikill kostnaður. Það var því mikil breyting til góðs að kynnast sérsaumuðum skyrtum.
Skyrtaðu þig úr hópnum!
Sérsaumuðu skyrturnar hjá TT suit eru hannaðar með nákvæmri uppbyggingu, stíl og ósk kaupanda í huga. Valið getur verið erfitt þar sem átakanlegur fjöldi valkosta er í boði hvað varðar stíl, tölur, efni og liti. Smáatriðin geta verið mörg og það er mitt að aðstoða þig við að finna það sem þú ert að leita af. Að auki, koma allar skyrtur til viðskiptavina með skammstöfun eða öðrum séróskum innan á kraga viðkomandi eins og sést á meðfylgjandi mynd.
Allir sem hafa fengið sér sérsaumaða skyrtu geta verið sammála um eitt. Að ferlið við að búa til sérsaumaða skyrtu sé upplifun í sjálfu sér. Frá fyrstu mælingum til loka mátunar tekur þú þátt í ferðalagi sem gefur skyrtunni þinni meira gildi. Hún stuðlar að dýpri tengingu þar sem þetta er og verður eina skyrtan í heiminum með nákvæmlega þessum smáatriðum og mæligildum, þ.e.a.s. ekki nema þú færð þér tvær alveg eins.
Sérsaumuð skyrta eru ekki bara fáguð, heldur stenst hún tímans tönn og tryggir að kaupandi njóti varanlegra gæða sem versna ekki eftir nokkra þvotta. Tækifærið er hér og nú, bókaðu tíma í mælingu og þú átt ekki eftir að sjá eftir því!
Ég fékk mér sérsaumaða skyrtu úr teygjanlegu efni. Ég hef ekki viljað fara úr henni. Tók því ákvörðun að panta mér svarta og dökkblá líka. Þetta er eitthvað annað!
Hugmyndir
Efni
Efnin eru mörg og mismunandi. Ég get fullvissað þig að þú finnur það sem þú leitar af.
Útlit
Það er úr mörgu að velja. Hvernig viltu hafa kragann, hneppur og annað? Ég fer yfir ferlið með þér.
Tölur
Tölur eru smáatriði sem tekið er eftir. Hvort sem þú vilt hafa tölur í sama lit eða láta þær skera sig úr eru bæði kostir sem eru taldir álitlegir.
Ertu með spurningu?
Skyrta tengir heildar útlitið. Það er ekki bara óþægilegt þegar skyrtur passa illa, heldur gera þær þig óaðlaðandi þegar þær passa ekki. Sérsaumaðar skyrtur gera gæfumuninn!
Hér fyrir neðan getur þú lesið þig til um mikilvægustu þættina í sniði á skyrtum.
Kragi:
Réttur kragi ætti að gera þér kleift að setja einn fingur á milli hans og hálsins. Ef kraginn er of þröngur/laus getur hann eyðilagt heildar samsetninguna. Sérstaklega þegar þú ert í jakkafötum sem hylja næstum allan hluta líkamans.
Ummál:
Ef skyrtan er of þröng áttu eftir að taka eftir því þar sem rýmið þar sem skyrtuendar mætast mun opnast. Laus skyrta getur hins vegar aftur á móti haft í för með sér óþarfa bylgjur um brjóst eða mitti.
Axlir
Axlarsaumurinn ætti að liggja þar sem öxlin og handleggurinn mætast. Ef saumurinn nær niður handlegginn er hún of stór. Ef saumurinn er langt upp á öxlina, er skyrtan of lítil.
Ermar
Ermarnar ættu að ná sirka úlnliðsbeinsins og um 1 cm ermaendi ætti að sjást fyrir utan jakkafatajakka ef þú klæðist slíkum. Þær ættu líka að vera nægilega breiðar til að vera ekki of stífar/þröngar. Þær mega þó ekki vera of lausar svo efnið falli saman.
Lengd
Skyrtan þín ætti að vera nógu löng til að haldast innan undir buxurnar þegar þú hreyfir þig eða lyftir handleggjunum. Góð þumalputtaregla er að skyrta sem passar ætti að enda nokkrum cm fyrir neðan beltislínuna þannig hún hylji beltið og efstu hneppu á buxum alfarið þegar hneppt er frá.