Sniðmáti jakkfata er oft í umræðunni þegar einstaklingar koma í sérsaum. Stíll einstaklinga og ósk um sniðmáti er mismunandi og því mikilvægt að vita aðeins hvað maður vill áður en haldið er áfram.
Oft er tala þrjú „fit“ á jakkafötum. Þröngt snið (e. Slim fit), nútímalegt fit (e. Modern fit) og klassískt fit (e. Classic fit). Sniðin hafa öll sína kosti og galla og fer oft eftir líkamsgerð kaupanda, hvað hentar best.
Þröngt snið (e. slim fit)
Einkenni þröngra jakkafata er eins og orðið gefur til kynna, þröngt. Þetta snið er það þrengsta af þeim þremur sem nefnd voru hér að ofan. Skurðurinn verður þrengri í gegnum axlir, bringu, mitti og fætur. Jakkinn eftilvill aðeins styttri og buxur með mjókkandi fótleggi. Sniðið virka vel fyrir þá sem vilja nútímalegra og stílhreint útlit sem leggur áherslu á útlínur líkamans. Hins vegar gæti það verið ekki verið eins þægilegt fyrir fólk með stærri uppbyggingu, þar sem sniðið getur verið takmarkandi hvað varðar hreyfingar og sveigjanleika.
Slim fit jakkaföt henta best einstaklingum með granna og íþróttalega líkamsgerð.
Nútímalegt snið (e. modern fit)
Nútímaleg jakkaföt er jafnvægið milli slim fit og classic fit. Þau bjóða upp á aðeins meiri slaka samanborið við slim fit jakkaföt. Þau eru með aðeins lausari taum í kringum brjóst, mitti og fótleggi. Jakkafötin eru fjölhæf og hentug fyrir margs konar líkamsgerðir. Þau veita fágað útlit og bjóða upp á meiri þægindi hvað varðar hreyfingar samanborið við slim fit jakkaföt. Ef þú ert ekki viss um hvaða snið hentar þér, þá er modern fit jakkaföt öruggur og stílhreinn valkostur.
Modern fit jakkaföt henta vel til vinnu og einstaklingum sem þurfa að vera í jakkafötum fyrir hversdagsleg tilefni.
Klassískt fit (e. Classic fit)
Klassísk jakkaföt eru með hefðbundin og rúmbetri skurð sem bjóða upp á nóg pláss fyrir axlir, brjóst, mitti og fótleggi. Ermar og buxur með víðara og beinna sniði. Jakkafötin henta þeim best sem eru með breiðari eða afslappaðri líkamsgerð.
Classic fit jakkaföt henta oft eldri einstaklingum betur sem sækjast í þægilegri og sniðminni valmöguleikum. Einnig þeim með breiðari líkamsgerð.
Mundu að þegar þú velur jakkaföt er mikilvægt að huga ekki aðeins að sniðinu heldur einnig efninu, litnum og heildarstílnum til að búa til fágað og vel samræmda samsetningu. Það er alltaf best að ráðfæra sig við fagmenn áður en ákvörðun er tekin.