Um TT suit

Hér getur þú lesið þig til um söguna á bakvið nafnið og ástæðu þess af hverju TT suit varð til

Þorgrímur Smári Ólafsson

Toggi Tuttugu

Sagan mín

Eftir fjölda ára sem afreksmaður í íþróttum var komið að endastöð vegna meiðsla. Sem maður margra hugmynda, sá ég óvænt tækifæri í tímarúminu sem myndaðist og ákvað að stökkva á þau. Einna helst vildi ég sýna og sanna fyrir sjálfum mér að ég gæti hrint af stað stærri hugmynd á mínum eigin forsendum.

TT suit er vörumerki þar sem sérsaumuð jakkaföt og herrafatnaður er í fararbroddi. Með sérsaumi er átt við að engin ein jakkaföt eru í raun og veru eins heldur er fatnaðurinn saumaður eftir líkamsbyggingu kaupanda. Kaupandi ræður einnig ferðinni hvað varðar útlit á fatnaði, þ.e.a.s hann velur efni, útlit og snið.

Mér hefur alltaf fundist gaman að fylgjast með tísku og flottum fötum. Eftir að hafa komið mér í samband við efnisframleiðendur út í heimi byrjuðu hjólin að snúast og það hratt. Í dag á ég í viðskiptasambandi út um allan heim, þar á meðal í Kína, Bangladesh, Ítalíu, Bretlandi, Tyrklandi og Þýskalandi. 

Til að byrja með ætlaði ég að mæla mig og vini mína fyrir fötum en síðan fóru fleiri og fleiri að hafa samband og sýna því áhuga að koma í mælingu. Það var þá sem ég hugsaði, af hverju ekki meira? Ég segi stundum að ég sé frístundar skraddari. Ég lít á þetta sem skemmtilegt áhugamál með rekstarlegu ívafi. Tilfinningin við að sjá aðra í flottum fötum sem viðskiptavinurinn mótaði er geggjuð!

Ég hef alltaf viljað styrkja, stækka og efla mína þekkinguna á sem víðasta grundvelli lífsins. Forvitnin í mér leiddi mig hingað, á stað sem ég reiknaði ekki með að fara á en ég er heldur betur tilbúinn í slaginn.

Skammstöfunin TT stendur í raun og veru fyrir ,,Toggi Tuttugu" en á handboltavellinum var ég alltaf númer 20!
Awards & Achievements

Láttu mig sjá um málin!

Þú bókar í mælingu og við finnum réttan tíma í sameiningu.

Ég vil að þú sért ánægður!

Það vilja allir eiga flott jakkaföt. Stíll einstaklinga er þó mismunandi og því mikilvægt að við séum á sömu blaðsíðunni.


Ég stend fyrir fjögur mikilvæg atriði þegar það kemur að jakkafötum og mælingum!

Sveigjanleiki

Við finnum alltaf tíma, sama hvort það er á virkum degi, um helgi eða á sjálfan aðfangadag.

Nákvæmni

Sérsniðin jakkaföt eru sérsniðin jakkaföt. Hvort þú vilt hafa þau vel upp að líkama eða hafa örlítið meira pláss er eitthvað sem við ræðum og finnum út.

Heiðarleiki

Ef þú spyrð ,,hvað finnst þér?" varðandi efnisval, snið eða annað, þá mun ég svara eins mér finnst í raun og veru.

Allir sáttir

Jakkafötin, jakkinn eða skyrtan mæta í hús. Þú mátar og ert sáttur, frábært. Ef ekki er besta saumastofa bæjarins með mér í liði.

Shopping Cart
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0

Verum í þræði

Skráðu þig á póstlistann hjá TT suit!