Verið velkomin á TT suit!

Hæ kærandi lesandi!

Þá er komið að því, eitt verst geymda leyndamál þriðja áratugs tuttugustu og firstu aldar er komið fram.

TT Suit eða einfaldlega TT er frístundagæludýrið mitt sem ég hef verið að bardúsast með í raun eitt og hálft ár. TT suit dregur nafn sitt af gælunafninu mínu, Toggi og treyjunúmerinu mínu frá því að ég spilaði handbolta, Tuttugu. Þannig stendur TT fyrir ,,Toggi Tuttugu

Ég er fyrst og fremst að bjóða upp á sérsaumaðan herramanns klæðnað fyrir þá sem hafa áhuga og það á góðu verði. Einnig er pælingin að vera með litla netverslun í gangi sem ég sé fyrir mér stækka með stækkun á rekstri, ef hann kemst á það ról. 

Ævintýri sem byrjaði sem djók fór að vinda upp á sig og vá! Það er komin heimasíða. Ekki hika við að hafa samband ef það er eitthvað. Persónuleg og fagmannleg þjónusta þar sem kúnninn ræður ferðinni að mestu leiti.

Og hey –  TT er líka á SoMe – Instagram og Facebook um þessar mundir! Verð duglegur að pósta myndum af nýjum fötum sem og öðru skemmtilegu.

Ef þér þyrstir í meiri upplýsingar, getur þú lesið þig meira til um TT suit og mig HÉR 

Takk fyrir að sýna þessu áhuga. Vona að við getum tekið mælingu í náinni framtíð.

Shopping Cart
Karfa0
There are no products in the cart!
Halda áfram að versla
0

Verum í þræði

Skráðu þig á póstlistann hjá TT suit!